Markverðirnir hjá Fram eru ekki að verja blautann
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Breki Hrafn Árnason - Arnór Máni Daðason (Kristinn Steinn Traustason)

Íslands- og bikarmeistarar Fram eru í miklum vandræðum í upphafi tímabils en liðið er með fjögur stig að loknum sex umferðum og sitja í 9. - 11.sæti Olís-deildarinnar.

Markvarslan hjá liðinu hefur ekki verið til útflutnings. Arnór Breki Daðason og Breki Hrafn Árnason eru með ellefu varða bolta að meðatali í leik í þessum fyrstu sex leikjum tímabilsins.

Arnór Máni er með 27% markvörslu og Breki Hrafn 0,2% betur.

Rætt var um gengi Fram í upphafi tímabils í nýjasta þætti Handkastsins þar sem Stymmi klippari lét þung orð falla í garð markvarðapars Fram sem áttu stóran þátt í góðu gengi liðsins á síðustu leiktíð.

,,Markverðirnir hjá Fram eru ekki að verja blautann. Ef ég myndi leggjast yfir þetta og telja varin skot í fyrri hálfleik í allan vetur þá veit ég ekki hvort ég myndi ná tveggja stafa tölu samtals,” sagði Stymmi klippari og hélt áfram.

,,Þeir vörðu 2-3 bolta í fyrri hálfleik gegn KA og fengu á sig 19 mörk. Þeir tapa öllum leikjum í fyrri hálfleik. Þeir mæta með hausinn upp í rassgatinu á sér. Léleg vörn? Örugglega en þú átt samt að geta fengið 2-3 bolta í þig óvart,” sagði Stymmi klippari sem var á sínum tíma frambærilegur markvörður í efstu deild á Íslandi og ætti að vita hvað hann er að segja í þetta skiptið.

Fram mætir Porto í 1.umferð Evrópudeildarinnar í kvöld í Úlfarsárdalnum klukkan 18:45.

Handkastið hvetur handboltaáhugafólk að fjölmenna í Úlfarsárdalinn og hvetja íslenskan handbolta áfram í Evrópu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top