Mögulega leikið sinn síðasta leik á tímabilinu
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Elvar Þór Ólafsson (Þorgils Garðar Gunnþórsson)

Vinstri skytta Fjölnis í Grill66-deild krala, Elvar Þór Ólafsson leikur mögulega ekki meira með liðinu á tímabilinu. Þetta staðfesti Guðmundur Rúnar Guðmundsson þjálfari Fjölnis í samtali við Handkastið.

Elvar hefur verið burðarás Fjölnis í nokkur ár en liðið féll úr Olís-deildinni í vetur og leikur því í Grill66-deildinni á þessu tímabili. Fjölnir er komið í 8-liða úrslit Powerade-bikarsins eftir sigur á Stjörnunni í síðustu viku.

Elvar Þór hefur ekkert leikið með Fjölni að undanförnu en ástæðan er sú að hann sleit sin í putta og fór í aðgerð í upphafi mánaðarins.

,,Hann er svo á leið í aðgerð á öxl og það er þvi ekki víst hvort hann verði meira með okkur á þessu tímabili," sagði Guðmundur Rúnar í samtali við Handkastið en sagði að framhaldið þyrfti að koma í ljós.

Elvar Þór lék 18 leiki með Fjölni í Olís-deildinni á síðustu leiktíð og skoraði í þeim leikjum 32 mörk.

Fjölnir mætir Gróttu í stórleik Grill66-deildarinnar í kvöld klukkan 19:30 á útivelli.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top