Mads Hoxer ((Roberto Pfeil / AFP)
Örvhenta skyttan, Mads Hoxer leikmaður Álaborgar hefur undanfarnar vikur verið orðaður við þýska úrvalsdeildarliðið Flensburg. Nú hefur hinsvegar annað stórlið í þýsku úrvalsdeildinni bæst við í hópinn en Kiel eru nú sagðir vera á höttunum á eftir Mads Hoxer. Þessi 25 ára Dani, Mads Hoxer hefur farið á kostum í liði Álaborgar og verið lykilmaður hjá liðinu undanfarin tímabil. Hann hefur leikið með félaginu frá árinu 2022 er hann kom til félagsins frá Mors/Thy. Hoxer hefur skorað sextán mörk í fyrstu fjórum leikjum Álaborgar í Meistaradeildinni og 26 mörk í fyrstu sjö leikjum liðsins í dönsku úrvalsdeildinni.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.