Sneri aftur eftir fimm vikur á meiðslalistanum
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Adam Haukur Baumruk (Eyjólfur Garðarsson)

Adam Haukur Baumruk sneri til baka í lið Hauka í tíu marka sigri liðsins á ÍBV í 6.umferð Olís-deildar karla síðastliðinn sunnudag.

Adam hafði ekkert leikið með Haukum frá því í eina tapi liðsins gegn Aftureldingu í 1.umferðinni. Adam meiddist á kálfa í leiknum gegn Aftureldingu og hafði verið frá í nokkrar vikur.

Adam átti flotta innkomu í varnarleik Hauka gegn ÍBV en Darri Aronsson kom ekkert við sögu í leiknum. Darri hefur verið að koma hægt og rólega meira inn í lið Hauka eftir þriggja ára langa meiðslasögu.

Haukar taka á móti Stjörnunni í kvöld í stórleik 7.umferðarinnar en leikurinn verður sýndur í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans.

Leikir kvöldsins:
18:30 KA - Valur
19:00 Þór - HK
19:30 Haukar - Stjarnan

Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top