Nikolaj hefur valið danska landsliðshópinn
BO AMSTRUP / Ritzau Scanpix via AFP)

Rasmus Lauge (BO AMSTRUP / Ritzau Scanpix via AFP)

Nikolaj Jacobsen, andsþjálfarinn Danmerkur hefur valið 18 leikmenn fyrir Golden League æfingamótið sem fram fer í Noregi í lok mánaðarins. Stóru tíðindin eru þau að Rasmus Lauge er kominn aftur í danska landsliðið.

Í fyrsta skipti síðan í úrslitaleik HM klæðist Rasmus Lauge dönsku landsliðstreyjunni á ný eftir fjarveru frá handbolta, eftir að hann eignaðist dóttur sem fæddist fjórum mánuðum fyrir tímann skömmu eftir úrslitaleikinn á HM, í febrúar.

Þetta er síðasta landsliðsverkefnið áður en Nikolaj Jacobsen velur lokahóp sinn fyrir EM sem fram fer í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, sem hefst eftir aðeins þrjá mánuði.

Danirnir munu koma saman í lok október og ferðast til Þrándheims, þar sem leikir gegn gestgjöfum Noregs, Hollandi og Færeyjum bíða.

15 af 18 leikmönnum hópsins voru í landsliðshópi Dana sem vann til gullverðlauna á HM í janúar, svo það er samheldinn hópur sem er að koma inn. Þeir sem koma inn í landsliðið frá HM í janúar eru Mads Hoxer, Lasse Møller og Marcus Midtgaard.

Danska landsliðið í Golden League í Þrándheimi:

Markverðir
Emil Nielsen, FC Barcelona
Kevin Møller, SG Flensburg-Handewitt

Hornamenn
Emil Jakobsen, SG Flensburg-Handewitt
Magnús Landin, THW Kiel
Johan P. Hansen, Skanderborg AGF Handbolti
Niclas Kirkeløkke, SG Flensburg-Handewitt

Línumenn
Magnus Saugstrup, SC Magdeburg
Lukas Jørgensen, SG Flensburg-Handewitt
Simon Hald, Álaborg handbolti
Emil Bergholt, Skjern Handball

Skyttur
Mathias Gidsel, Füchse Berlin
Mads Hoxer, Aalborg Handball
Simon Pytlick, SG Flensburg-Handewitt
Rasmus Lauge, Bjerringbro-Silkeborg
Lasse Andersson, Füchse Berlin
Thomas Arnoldsen, Aalborg Handball
Lasse Møller, SG Flensburg-Handewitt
Marcus Midtgaard, Skjern Handball

Leikir Danmerkur í Golden League
Fimmtudaginn 30. október
Danmörk – Noregur

Laugardaginn 1. nóvember
Danmörk – Holland

Sunnudaginn 2. nóvember
Danmörk – Færeyjar

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top