Hrikalega góður, klókur í hausnum og kann leikinn
J.L.Long)

Brynjar Narfi Arndal (J.L.Long)

Brynjar Narfi Arndal 15 ára leikmaður FH er bæði yngsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi til að spila í henni sem og að skora mark í efstu deild.

Brynjar Narfi, sem er sonur Sigursteins Arndals þjálfara FH átti góðan leik fyrir FH gegn Þór í síðustu viku og þau Hörður Magnússon, Rakel Dögg Bragason og Ásbjörn Friðriksson hrósuðu honum í Handboltahöllinni sem sýnd er í opinni dagskrá öll mánudagskvöld í Sjónvarpi Símans.

,,Ég hef fylgst með honum upp í Kaplakrika undanfarin ár. Hann er hrikalega efnilegur, maður vill bara ekki setja meiri pressu á strákinn. Hann er hrikalega góður, klókur í hausnum og það sem hann hefur fram yfir aðra er að hann kann leikinn. Mér finnst í rauninni bara gaman að horfa á hann spila í meistaraflokki," sagði Ásbjörn Friðriksson sem þekkir drenginn vel eftir veru sína hjá FH undanfarin ár.

Hægt er að sjá myndskeið af Brynjari Narfa í leik FH gegn Þór í 6.umferð Olís-deildar karla hér að neðan.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top