Oddur Gretars allt í öllu í liði Þórs
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Hafþór Vignisson - Oddur Gretarsson (Skapti Hallgrímsson / Akureyri.net)

Oddur Gretarsson átti frábæran leik í liði Þórs þegar liðið gerði 34-34 jafntefli gegn FH í Kaplakrika í 6.umferð Olís-deildar karla í síðustu viku.

Þór sem er með fjögur stigu að loknum sex umferðum fær HK í heimsókn í uppgjöri liðanna í 10. og 11. sæti deildarinnar annað kvöld á heimavelli í 7.umferð.

Oddur Gretarsson skoraði níu mörk í jafnteflinu gegn FH og lék bæði í vinstra horninu og sem leikstjórnandi. Þá var hann einnig gríðarlega öflugur í varnarleik Þórs.

Hörður Magnússon, Rakel Dögg Bragadóttir og Ásbjörn Friðriksson hrósuðu Akureyringnum í Handboltahöllinni sem sýnd er öll mánudagskvöld í Sjónvarpi Símans.

Hægt er að sjá umræðuna um frábæra frammistöðu Odds hér að neðan.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top