Hafþór Vignisson - Oddur Gretarsson (Skapti Hallgrímsson / Akureyri.net)
Oddur Gretarsson átti frábæran leik í liði Þórs þegar liðið gerði 34-34 jafntefli gegn FH í Kaplakrika í 6.umferð Olís-deildar karla í síðustu viku. Þór sem er með fjögur stigu að loknum sex umferðum fær HK í heimsókn í uppgjöri liðanna í 10. og 11. sæti deildarinnar annað kvöld á heimavelli í 7.umferð. Oddur Gretarsson skoraði níu mörk í jafnteflinu gegn FH og lék bæði í vinstra horninu og sem leikstjórnandi. Þá var hann einnig gríðarlega öflugur í varnarleik Þórs. Hörður Magnússon, Rakel Dögg Bragadóttir og Ásbjörn Friðriksson hrósuðu Akureyringnum í Handboltahöllinni sem sýnd er öll mánudagskvöld í Sjónvarpi Símans. Hægt er að sjá umræðuna um frábæra frammistöðu Odds hér að neðan.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.