Hefði viljað fá miklu betri markvörslu
(Eyjólfur Garðarsson)

Einar Jónsson ((Eyjólfur Garðarsson)

Einar Jónsson þjálfari Fram var að vonum súr í bragði en á sama tíma stoltur af liðinu eftir tólf marka tap liðsins gegn Porto í 1.umferð Evrópudeildarinnar sem fram fór í Úlfarsárdalnum í kvöld.

Lokatölur 26-38 Porto í vil en Framarar voru fjórum mörkum undir um miðbik seinni hálfleiks.

,,Mér fannst við að mörgu leiti spila mjög vel hér í dag. Mér fannst við sóknarlega þar sem við vorum í fyrsta skipti að spila 7 á 6 leysa það mjög vel, sérstaklega í byrjun seinni hálfleiks. Mér fannst vörnin eiginlega allan leikinn vera mjög góð. Það er fáránlegt að segja það miðað við að fá 38 mörk á sig."

,,Ég hefði viljað fá miklu betri markvörslu. Við eigum mikið inni þar af mínu viti," sagði Einar Jónsson.

Handkastið tók viðtal við Einar Jónsson eftir leik sem hægt er að sjá hér að neðan.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top