Porto (Kristinn Steinn Traustason)
Fram og Porto áttust við í 1.umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í gærkvöldi þar sem Porto hafði betur með tólf mörkum 26-38 eftir að staðan hafi verið 11-16 í hálfleik. Í liði Porto leikur landsliðsmaðurinn Þorsteinn Leó Gunnarsson en þetta er annað árið í röð sem Porto kemur til Íslands og leikur í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en í fyrra mætti liðið Val í Kaplakrika. Þorsteinn Leó skoraði fjögur mörk í leiknum. Leikmenn Porto líður greinilega vel á Íslandi en eftir leik skildi liðið eftir sig skilaboð í búningsherbergi liðsins í Úlfarsárdalnum þar sem liðið þakkaði fyrir sig og óskaði Fram velgengni á tímabilinu. Hægt er að sjá skilaboðin sem Porto skildi eftir sig í búningsherberginu hér að neðan.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.