Heimasigur á Ásvöllum á móti Harðverjum
Kristinn Steinn Traustason)

Endjis Kusners (Eyjólfur Garðarsson)

Haukar 2 fengu Harðverja í heimsókn frá Ísafirði í Grill 66 deild karla.

Fyrir leik voru liðin á svipuðum slóðum í deildinni. Harðverjar áttu frábæran leik fyrir vestan um daginn á móti Víking og voru hársbreidd frá því að sigra.

Harðverjar voru heilt yfir sterkari aðilinn í fyrri hálfleik. En í hálfleik var staðan 17-17.

Það var svo þegar korter lifði leiks að heimamenn sigu fram úr og gröfðu djúpt og náðu að landa 4 marka sigri 33-29.

Daniel Wale Adeleye var óþægur ljár í þúfu fyrrum samherja sinna og setti 8 mörk. Ari Dignus Maríuson var með frábæran leik og varði 17 skot.

Hjá Herði var Jose Esteves Lopes Neto markahæstur með 8 mörk og er hann í harðri baráttu um markakóngstitilinn í deildinni. 3 markverðir fengu að spreyta sig hjá Herði og vörðu þeir samtals 9 skot.

Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top