Fólk setti spurningarmerki við komu hans
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Igor Chiseliov (Þór handbolti)

Igor Chiseliov skoraði eitt mark úr þremur skotum fyrir Þór í tapi liðsins gegn HK í 7.umferð Olís-deildar karla í gær, 24-32 á heimavelli.

Igor var fenginn til liðs við félagið fyrir tímabilið og hóf tímabilið sterkt en það hefur heldur betur fjarað undan hans frammistöðu í síðustu leikjum Þórs. Margir höfðu efasemdir þegar Þórsarar tilkynntu þennan rúmlega þrítuga Moldóva seint í sumar.

Rætt var um frammistöðu Igors í liði Þórs í undanförnum leikjum í nýjasta þætti Handkastsins. Þar var Kristinn Björgúlfsson gestur þáttarins.

,,Það var ekki jákvætt viðhorf þegar Þórsarar tilkynntu að þeir væru að fá Moldóva til sín. Það séu allir sammála því að fólk setti spurningarmerki við þetta. Síðan kemur hann á óvart og þá eru allir jákvæðir en síðan þá hefur hann verið slakur."

,,Hafa liðin ekki bara loksins fengið að sjá hann, leikgreint hann?," velti Stymmi klippari fyrir sér.

,,Svo virðist hann ekki vera framarlega í goggunarröðinni. Maður hefði haldið að útlendingur sem er sóttur ætti að vera byrjunarliðsmaður og hjálpa liðinu þegar það eru meiðsli í liðinu," bætti Kristinn við.

Þór er í 11.sæti Olís-deildarinnar með fjögur stig að loknum sjö leikjum.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top