Dagur Árni var einn besti leikmaður KA í tapi Vals
Sævar Jónasson)

Dagur Árni Heimisson (Sævar Jónasson)

Óvæntustu úrslit 7.umferðarinnar litu dagsins ljós í KA-heimilinu á fimmtudagskvöldið þegar KA vann Val með fimm mörkum 33-28 í stórkostlegum handboltaleik þar sem mikil stemning var í KA-heimilinu og minnti á gömlu góðu KA-tímanna.

Mikil eftirvænting var fyrir leiknum enda hafði KA unnið Íslands- og bikarmeistara Fram í umferðinni á undan og síðan var Dagur Árni Heimisson leikmaður Vals að koma til baka á sinn gamla heimavöll eftir að hafa verið keyptur fyrir metfé til Vals í sumar.

Í nýjasta þætti Handkastsins var frammistaða Dags Árna í leiknum rædd.

Magnús Óli Magnússon hafði byrjað leikinn vel í liði Vals en fékk verðskuldað rautt spjald eftir rúmlega 20 mínútna leik.

,,Það var vissulega högg fyrir Val þegar Magnús Óli fær rautt spjald í fyrri hálfleik. En þá verður einhver að stíga upp og Dagur Árni reyndi og reyndi og reyndi. Honum hlakkaði mikið til að spila á sínum gamla heimavelli en var kannski í gær einn besti leikmaður KA í staðin fyrir að vera besti leikmaður Vals,” sagði Kristinn Björgúlfsson gestur Handkastsins áður en Stymmi klippari tók við.

,,Hann ætlaði sér líklega mikið, hann reyndi og reyndi og reyndi. Hann er með þrjú mörk úr ellefu skotum. Stundum hittir maður ekki á daginn. Það er spurning hvort hann hefði þurft að reyna aðeins minna en hann lifir kannski eftir því mottó-i að þú þarft að skjóta til að skora. Mögulega leið honum eins og þetta væri alltaf að fara koma en þetta er pínu þungt yfir þessu hjá Völsurunum,” sagði Stymmi klippari.

Með sigrinum fór KA upp fyrir Val í Olís-deildinni eftir sjö umferðir. KA er með tíu stig en Valur átta.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top