Snorri Steinn svarar spurningum um landsliðshópinn
Kristinn Steinn Traustason)

Snorri Steinn Guðjónsson (Kristinn Steinn Traustason)

Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari Íslands hefur valið þá 17 leikmenn sem munu koma saman í Þýskalandi 27.október í næsta landsliðsverkefni Íslands. Þar æfir íslenska landsliðið og endar síðan æfingavikuna á tveimur æfingaleikjum gegn Þjóðverjum.

Handkastið ræddi við Snorra Stein á skrifstofu HSÍ stuttu eftir að hópurinn var tilkynntur og spurði hann út í valið. Þar var hann meðal annars spurður út í þá ákvörðun afhverju hann velur einungis 17 leikmenn að þessu sinni, þrír markmenn eru í hópnum og þá er Bjarki Már Elísson ekki í leikmannahópnum.

Æfingaleikir Þýskalands og Íslands fram fimmtudaginn 30. október í PSD Bank Nürnberg Arena og loks sunnudaginn 2. nóvember í SAP Garden München.

Hægt er að sjá landsliðshópinn hér.

Viðtal Handkastsins við Snorra Stein má sjá hér að neðan.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top