Erlendar fréttir: Elín Klara áfram frábær í Svíþjóð
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Sveinn Jóhannsson ((FRISO GENTSCH / dpa Picture-Alliance via AFP)

Handkastið fylgist með handboltafréttum hvaðan nær úr heiminum. Hér birtast lifandi erlendar fréttir allan daginn auk þess sem stærri fréttir birtast sem sérfrétt á forsíðu Handkastsins.

Fylgstu með því sem er að gerast í handboltaheiminum erlendis hér á Handkastinu.

Erlendar fréttir: Sunnudaginn 26. október:

20:25: Meistararnir með sigur í Drammen

Það var Íslendingaslagur á dagskránni í Noregi í dag þegar Drammen tók á móti norsku meisturunum í Kolstad. Kolstad hélt góðu skriði sínu áfram og unnu áttunda leikinn í röð og fóru aftur á topp deildarinnar. Lokatölur 26-29. Ísak Steinsson varði mark Drammen meirihluta leiksins og varði níu af þeim þrjátíu og þremur skotum sem hann fékk á sig eða 27% markvarsla. Hjá gestunum var Sigvaldi Björn Guðjónsson með fjögur mörk úr sjö skotum, Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði ekki mark úr sínum tveimur skotum og Sigurjón Guðmundsson sat sem fastast á bekknum hjá liðinu.

20:20: Elín Klara best í sigri Sävehof

Elín Klara Þorkelsdóttir klikkaði ekki á skoti í sigri Sävehof fyrir norðan í Boden í dag þegar gestirnir unnu góðan sigur, 26-32. Elín Klara skoraði þrjú mörk úr þremur skotum og nýtti einnig öll fjögur vítin sem hún tók, samtals sjö mörk í dag.

18:13: Elmar Erlings skoraði fimm mörk

Elmar Erlingsson skoraði fimm mörk fyrir Nordhorn-Lingen í sigri liðsins á Lubeck-Schwartau 27-26. Nordhorn fer upp í 9.sæti deildairnnar með sigri og eru með níu stig eftir níu umferðir.

18:00: Tjörvi Týr skoraði þrjú mörk

Tjörvi Týr Gíslason skoraði þrjú mörk í níu marka tapi gegn Balingen í þýsku B-deildinni í dag. Balingen er í 2.sæti deildarinnar á meðan Oppenweiler eru áfram í neðsta sæti deildarinnar með tvö stig.

16:00: Viktor Gísli varði eitt skot

Viktor Gísli Hallgrímsson varði eitt af 11 skotum sem hann fékk á sig í sigurleik Barcelona á BM Caserío Ciudad Real 37-27 á útivelli í dag.

Erlendar fréttir: Laugardagurinn 25.október

19:40: Óðinn Þór markahæstur í sigri

Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 8 mörk í 31-34 sigri Kadetten á St. Gallen í Svissnesku úrvalsdeildinni í dag.

Kadetten er á toppi deildinnar eftir 11 umferðir með fullt hús stiga

19:35: Monsi í sigurliði

Úlfar Páll Monsi skoraði 2 mörk í 37-25 sigri Alkaloid á Pelister Bitloa í dag.

19:35: Bjarki Már skoraði sex

Bjarki Már Elísson skoraði 6 mörk fyrir Veszprem í sigri liðsins á Szigetszentmiklós KSK í dag. Lokatölur urðu 49-32 Veszprem í vil.

19:30: Grétar Ari á toppnum í Grikklandi

Grétari Ari markvörður AEK Aþenu er á toppi deildarinnar eftir 33-43 sigur á Drama 86 í dag.

AEK er með jafn mörg stig og Olympiakos á toppi deildarinnar eftir 7 umferðir.

19:25: Tumi Steinn skoraði þrjú í tapi

Tumi Steinn Rúnarsson og Tryggi Garðar Jónsson töpuðu illa með liði sínu Hard í Austurrísku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið mætti Vöslau á útivelli.

Lokatölur urðu 35-24 Vöslau í vil og skoraði Tumi Steinn 3 mörk í leiknum.

15:40: Þorsteinn Leó skoraði fjögur mörk

Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði fjögur mörk fyrir Porto í heimasigri liðsins gegn Águas Santas 35-32. Porto er á toppi deildarinnar í Portúgal en Águas Santas er í 4.sæti deildarinnar.

Erlendar fréttir: Föstudagurinn 24.október

23:00: Sveinn Jóhannsson með sigur í Frakklandi

Línumaðurinn Sveinn Jóhannsson skoraði 3 mörk í kvöld þegar lið hans Chambery unnu Istres Provence 27-33 á útivelli í kvöld.

Chambery er í 8.sæti frönsku úrvalsdeildinnar.

Erlendar fréttir: Fimmtudaginn 23.október:

20:30: Sigur hjá Karlskrona í Svíþjóð

Karlskrona unnu góðan útisigur á Hallby í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld, 25-28. Arnór Viðarsson var ekki í leikmannahópi Karlskrona að þessu sinni.

20:25: Íslendingaslagur í Danmörku

Ribe-Esbjerg tók á móti TTH Holstebro í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld, leiknum lauk með sigri gestanna, 27-29. Elvar Ásgeirsson skoraði tvö mörk úr fjórum skotum og gaf tvær stoðsendingar að auki. Jóhannes Berg Andrason skoraði ekki mark fyrir gestina í Holstebro.

Erlendar fréttir: Þriðjudaginn 21.október:

19:48: Einar Bragi skoraði eitt mark

Einar Bragi Aðalsteinsson skoraði eitt mark fyrir sænska liðið Kristianstad í jafntefli gegn Sesvete í Króatíu 32-32 í 2.umferð Evrópudeildarinnar.

19:47: Donni skoraði fimm í sigri

Kristján Örn Kristjánsson, Donni skoraði fimm mörk fyrir Skanderborg frá Danmörku er liðið sigraði Slovan frá Slóveníu á heimavelli 34-30 í 2.umferð Evrópudeildarinnar

19:45: Óvænt tap Óðins Þórs og félaga í Serbiu

Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði sex mörk er hann og liðsfélagar hans í Kadetten Schaffhausen frá Sviss þurftu að sætta sig við tap gegn Partizan Belgrad á útivelli í kvöld 29-26 í 2.umferð Evrópudeildarinnar.

19:30: Sex mörk Birgis Steins

Birgir Steinn Jónsson skoraði sex mörk fyrir Sävehof frá Svíþjóð sem gerði jafntefli við danska liðið Fredericia á heimavelli, 29-29 í 2.umferð Evrópudeildarinnar.

19:30: Ellefu íslensk mörk í sigri Magdeburg

Magdeburg tryggði sér sæti í 16 liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í kvöld eftir sannfærandi tíu marka útisigur á þýska B-deildarliðinu Dessau-Roßlauer, 44-34. Ómar Ingi Magnússon skoraði átta mörk og Gísli Þorgeir þrjú mörk. Elvar Örn var ekki meðal markaskorara í leiknum.

Erlendar fréttir: Mánudagurinn 20.október:

22:10 Hákon Daði með stórleik

Hákon Daði Styrmisson átti stórleik í kvöld og skoraði 10 mörk í 39-29 sigri Hagen á Ludwingshafen í þýsku 2.deildinni.

Hagen eru í 2.sæti deildinnar með 13 stig eftir 8 umferðir.

Erlendar fréttir: Laugardaginn 18.október:

21:51: Þorsteinn Leó skoraði þrjú mörk í sigri

Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði þrjú mörk í sextán marka sigri Porto gegn Vitória í portúgölsku deildinni í dag 22-38.

20:45: Monsi skoraði sjö í sigri

Úlfar Páll Monsi Þórðarson skoraði sjö mörk í sigri Alkaloid gegn Tinex Prolet í Norður-Makedóníu í dag. Alkaloid unnu níu marka sigur 20-29 á útivelli.

20:45: Elmar skoraði þrjú mörk í tapi

Elmar Erlingsson skoraði þrjú mörk í tólf marka tapi Nordhorn-Lingen á útivelli gegn Elbflorenz 34-22 í þýsku B-deildinni. Elbflorenz eru í 2.sæti þýsku B-deildarinnar á meðan Nordhorn er í 9.sæti með 7 stig eftir átta umferðir.

20:25: Tumi frábær í Austurríki

Tumi Steinn Rúnarsson átti frábæran leik fyrir Alpla Hard þegar þeir unnu Bregenz í dag, 33-29. Tumi skoraði þrjú mörk, gaf fjórtán stoðsendingar og átti að auki sex sköpuð færi sem fóru forgörðum. Alpla situr í þriðja sæti deildarinnar.

20:20: Elverum aftur á toppinn

Elverum er komið aftur á topp norsku deildarinnar eftir sigur á Bækkelaget, 26-31 á útivelli í kvöld. Tryggvi Þórisson skoraði tvö mörk úr þremur skotum fyrir gestina. Þeir hafa nú þrettán stig á toppi deildarinnar eftir átta leiki en Kolstad er í sætinu fyrir neðan með fullt hús stiga, tólf stig eftir sex leiki.

16:53: Álaborg slátraði Fredericia

Álaborg slátraði Fredericia í dönsku úrvalsdeildinni í dag með 18 markamun 38-20. Juri KNorr og Buster Juul voru markahæstir hjá Álborg með fimm mörk hvor.

16:45: Birgir Steinn markahæstur

Birgir Steinn Jónsson var í lykilhlutverki hjá Savehof í dag þegar liðið vann Helsingborg 34-31 í sænsku úrvalsdeildinni. Birgir Steinn var markahæstur hjá Savehof og skoraði sex mörk úr sjö skotum í leiknum.

Birgir Steinn og félagar eru komnir upp í fjórða sæti deildarinnar með 10 stig í níu leikjum eftir erfiða byrjun á tímabilinu.

16:00: Donni með sýningu

Kristján Örn Kristjánsson, Donni var með sýningu í dönsku úrvalsdeildinni í dag er lið hans Skanderborg vann Ringsted 33-28. Donni skoraði tólf mörk úr fimmtán skotum í leiknum og var lang markahæstur.

Guðmundur Bragi Ástþórsson leikmaður Ringsted skoraði fimm mörk.

Ísak Gústafsson skoraði tvívegis fyrir Ringsted.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top