Kristján Örn Kristjánsson ((Kristinn Steinn Traustason)
Handkastið fylgist með handboltafréttum hvaðan nær úr heiminum. Hér birtast lifandi erlendar fréttir allan daginn auk þess sem stærri fréttir birtast sem sérfrétt á forsíðu Handkastsins. Fylgstu með því sem er að gerast í handboltaheiminum erlendis hér á Handkastinu. Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði þrjú mörk í sextán marka sigri Porto gegn Vitória í portúgölsku deildinni í dag 22-38. Úlfar Páll Monsi Þórðarson skoraði sjö mörk í sigri Alkaloid gegn Tinex Prolet í Norður-Makedóníu í dag. Alkaloid unnu níu marka sigur 20-29 á útivelli. Elmar Erlingsson skoraði þrjú mörk í tólf marka tapi Nordhorn-Lingen á útivelli gegn Elbflorenz 34-22 í þýsku B-deildinni. Elbflorenz eru í 2.sæti þýsku B-deildarinnar á meðan Nordhorn er í 9.sæti með 7 stig eftir átta umferðir. Tumi Steinn Rúnarsson átti frábæran leik fyrir Alpla Hard þegar þeir unnu Bregenz í dag, 33-29. Tumi skoraði þrjú mörk, gaf fjórtán stoðsendingar og átti að auki sex sköpuð færi sem fóru forgörðum. Alpla situr í þriðja sæti deildarinnar. Elverum er komið aftur á topp norsku deildarinnar eftir sigur á Bækkelaget, 26-31 á útivelli í kvöld. Tryggvi Þórisson skoraði tvö mörk úr þremur skotum fyrir gestina. Þeir hafa nú þrettán stig á toppi deildarinnar eftir átta leiki en Kolstad er í sætinu fyrir neðan með fullt hús stiga, tólf stig eftir sex leiki. Álaborg slátraði Fredericia í dönsku úrvalsdeildinni í dag með 18 markamun 38-20. Juri KNorr og Buster Juul voru markahæstir hjá Álborg með fimm mörk hvor. Birgir Steinn Jónsson var í lykilhlutverki hjá Savehof í dag þegar liðið vann Helsingborg 34-31 í sænsku úrvalsdeildinni. Birgir Steinn var markahæstur hjá Savehof og skoraði sex mörk úr sjö skotum í leiknum. Birgir Steinn og félagar eru komnir upp í fjórða sæti deildarinnar með 10 stig í níu leikjum eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Kristján Örn Kristjánsson, Donni var með sýningu í dönsku úrvalsdeildinni í dag er lið hans Skanderborg vann Ringsted 33-28. Donni skoraði tólf mörk úr fimmtán skotum í leiknum og var lang markahæstur. Guðmundur Bragi Ástþórsson leikmaður Ringsted skoraði fimm mörk. Ísak Gústafsson skoraði tvívegis fyrir Ringsted.Erlendar fréttir: Laugardaginn 18.október:
21:51: Þorsteinn Leó skoraði þrjú mörk í sigri
20:45: Monsi skoraði sjö í sigri
20:45: Elmar skoraði þrjú mörk í tapi
20:25: Tumi frábær í Austurríki
20:20: Elverum aftur á toppinn
16:53: Álaborg slátraði Fredericia
16:45: Birgir Steinn markahæstur
16:00: Donni með sýningu
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.