Rúnar Kárason ((Kristinn Steinn Traustason)
Rúnar Kárason var gestur í Aukakastinu á dögunum og fór þar sem hann fór yfir ferilinn. Þegar talið barst að hvort hann hafi átt sér draum að spila með einhverju liði þá barst talið að Barcelona og Kiel. Rúnar uppljóstraði það að hann hafi verið í viðræðum við Barcelona þegar hann spilaði á Íslandi. ,,Það var eitthvað í gegnum Geir Sveinsson, íþróttastjóri Barcelona hafði spilað með Geir á Spáni á sínum tíma og þá hafði Geir haft samband og beðið mig um að redda spólu." Það kom einnig í ljós að Rúnar Kárason var næstum genginn tvívegis á ferlinum í raðir Álaborgar og svo var prtúgalska stórliðið Porto áhugasamt að fá hann í sínar raðir. Þátt Aukakastsins er hægt að hlusta á hér að neðan en Rúnar Kárason fór yfir margar skemmtilegar sögur af ferlinum í þessu spjalli.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.