Rúnar Kárason - Harri Halldórsson (Kristinn Steinn Traustason)
Rúnar Kárason var gestur í Aukakastinu á dögunum og fór yfir viðburðarríkan feril sinn. Þegar talið í þættinum barst að uppáhalds ferðalaginu á ferlinum þá lá ekki á svörum. ,,Versta ferðalagið fyrirfram varð að besta ferðalaginu. Eftir fyrst árið mitt í atvinnumennsku þá setti HSÍ upp einhverja æfingarferð/æfingaleiki við Brasilíu í Brasilíu." Ferðalagið var langt og strangt, tók einhverja 26 klukkustundir aðra leiðina. Það voru spilaðir tveir æfingarleikir við heimamenna og hafði Rúnar ekki hugmynd um hvar þessir leikir fóru fram í Brasilíu. ,,Ég veit að síðasta flug endaði í Florianópolis og svo var einhver rúta en meira veit ég ekki." Þrátt fyrir langt og strangt ferðalag þá var maturinn virkilega góður sem er ekki sjálfsagt í svona keppnisferðum og menn í hópum voru mishressir að vera kallaðir í þetta verkefni. ,,Landsliðið átti vanalega að vera búið í kringum 17.júní á þessum tíma en við vorum þarna úti til 23. eða 24.júní sem var töluvert lengra en átti að vera og það var pirringur yfir því." Æfingarleikirnir voru spilaðir á miðvikudegi og föstudegi og hélt landsliðið ekki heim á leið fyrr en á sunnudagi ,,Þannig þið getið rétt ímyndað ykkur hvað við gerum þarna yfir helgina" sagði Rúnar. Kristinn Björgúlfsson þáttastjórandi biður Rúnar þá að staðfesta hvort þessi skjaldböku saga sé rétt? ,,Ég get staðfest það, ég var sökudólgur þar en við skulum ekkert fara nánar út í það." Ef fólk vill fá fleiri sögur af þessari Brasilíuferð þá er allur þáttur Aukakastsins með Rúnari Kárasyni hér að neðan.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.