Tveir leikmenn Gróttu mögulega handarbrotnir
Eyjólfur Garðarsson)

Gísli Örn Alfreðsson Grótta (Eyjólfur Garðarsson)

Tveir ungir og efnilegir leikmenn í liði karlaliðs Gróttu meiddust nýlega. Þetta eru þeir Gísli Alfreðsson og Bessi Teitsson.

Urðu þeir báðir fyrir því óláni að handarbrotna. Gísli braut bátsbein í leiknum gegn Fjölni nú á dögunum. Verður hann frá leik að minnsta kosti í 6 vikur.

Bessi brotnaði fyrir þónokkru síðan og verður frá í ca. 3 vikur í viðbót.

Báðir eru þeir fæddir 2006 og leikur Gísli í stöðu leikstjórnanda og Bessi sem vinstri hornamaður. Bessi lék m.a með unglingalandsliði Íslands síðastliðið sumar og vakti framganga hans þónokkra athygli.

Uppfært:

Davíð Örn Hlöðversson þjálfari Gróttu leiðrétti í skilaboðum til Handkastsins eftir að fréttin birtist að ekki er 100% staðfest að Gísli Örn sé handleggbrotinn. Hann segir að það komi í ljós á næstu dögum.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top