FH úr leik eftir sigur
J.L.Long)

Símon Michael Guðjónsson (J.L.Long)

FH mætti tyrkneska liðinu Nilüfer Belediyespor í síðari leik liðanna í dag í Evrópubikarnum.

Fyrri leik liðanna lauk með 23-31 tapi í gær svo það var vitað fyrir leik að verkefnið yrði erfitt fyrir FH-inga að vinna upp það forskot.

FH byrjaði leikinn mun betur í dag og voru komnir 9 mörkum yfir þegar skammt var til hálfleiks. Tyrkneska liðið náði þó að klára í bakkann á lokamínútunum og staðan var 12-19 fyrir FH í hálfleik.

Meira jafnræði var með liðunum í upphafi síðari hálfleiks en FH náði að halda forskotinu í sjö mörkum allt þar til 15 mínútur voru til leiksloka.

Þá kom slæmur kafli hjá FH þar sem Tyrkirnir skoruðu 3 mörk í röð. FH náði ekki að vinna upp forskotið aftur og lokatölur í leikunum urðu 29-34 sigur FH-inga en einvíginu lauk með 60-57 sigri Tyrkjanna sem fara áfram í næstu umferð.

Símon Michael Guðjónsson var markahæstur hjá FH í dag með 12 mörk.

Markaskorun FH: Símon Michael Guðjónsson 12 mörk, Garðar Ingi Sindrason 6, Brynjar Narfi Arndal 5, Jón Bjarni Ólafsson 4, Bjarki Jóhannsson 2, Jakob Martin Ásgeirsson 2, Leonharð Þorgeir Harðarson 2, Halldór Ingi Jónasson 1.

Varin skot: Jón Þórarinn Þorsteinsson 11 varin

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top