Úrslitin eftir bókinni í Safamýri – Hilmar lokaði búrinu
Kristinn Steinn Traustason)

Jóhann Reynir Gunnlaugsson (Kristinn Steinn Traustason)

Víkingar fengu HK í heimsókn í kvöld í Safamýri í Grill 66 deild karla.

Víkingar réðu lögum og lofum allan leikinn og uppskáru sanngjarnan og öruggan sigur eins og reiknað var með.

Í hálfleik var staðan 19-13 og lokatölur urðu 34-26.

Hilmar Már Ingason átti frábæran leik í rammanum hjá Víking og varði 19 skot. Ísak Óli Eggertsson skoraði 8 mörk fyrir þá. Að öðru leyti dreifðist markaskorunin vel hjá þeim.

Hjá HK 2 var Örn Alexandersson með 14 mörk og hefur hann verið mjög iðinn við kolann í markaskorun að undanförnu. Egill Breki Pálsson varði 10 skot hjá þeim.

Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top