Hörður Aðalsteinsson - dómari (Eyjólfur Garðarsson)
ÍH fékk HBH í heimsókn í dag í Krikann í Grill 66 deild karla. Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.
Leikurinn var afar sveiflukenndur og var þetta leikur mikilla áhlaupa.
Í hálfleik var staðan 15-19 fyrir HBH. En ÍH-ingar sneru taflinu við og sigruðu að lokum 35-33.
Bjarki Jóhannsson var frábær í liði ÍH með 13 mörk og Kristján Rafn Oddsson varði 13 skot fyrir þá.
Hjá HBH var Ívar Bessi Viðarsson markahæstur með 7 mörk. Markvarslan hjá Gabríel Ara og Helga Þór skilaði 14 boltum vörðum.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.