Þrír ungir framlengja (HK handbolti)
HK 2 og Haukar 2 mættust Grill66-deild karla í Kórnum í dag en heimamenn í HK sátu á botni deildarinnar fyrir leikinn á meðan Haukar 2 eru nær toppnum. Til að gera langa sögu stutta þá unnu gestirnir úr Hafnarfirðinum öruggan tíu marka sigur 25-35 eftir að staðan hafi verið 14-19 í hálfleik Haukum í vil. Eftir jafnan leik fyrstu 15 mínútur leiksins skoruðu Haukar fimm mörk í röð og breyttu stöðunni úr 8-8 í 8-13. Haukarnir gáfu það forskot aldrei frá sér og juku forskotið hægt og bítandi allan leikinn. Daníel Máni Sigurgeirsson, Daníel Wale Adeleye og Jón Karl Einarsson voru markahæstir í liði Hauka 2, allir með sex mörk hver. Ari Dignus var frábær í markinu með 15 varin skot. Hjá HK 2 var Ingiberg Snær Erlingsson á línunni markahæstur með sex mörk. Kristófer Stefánsson og Mikael Máni Weisshappel skoruðu fimm mörk hvor og Styrmir Hugi Sigurðsson skoraði fjögur mörk. Með sigrinum fer Haukar 2 upp í 3.sæti deildarinnar með 12 stig að loknum níu leikjum. Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.