Evrópudeildin: Rúnar Kárason markahæstur í tapi Fram og önnur úrslit kvöldsins
Kristinn Steinn Traustason)

Rúnar Kárason var markahæstur í liði Fram í kvöld (Kristinn Steinn Traustason)

16 leikir fóru fram í annarri umferð Evrópudeildarinnar í kvöld og að vanda voru margir Íslendingar í eldlínunni.

Fram (ISL) - Elverum (NOR) 29-35
Framarar stóðu vel í Elverum í kvöld en þurftu að sætta sig við 6 marka tap. Rúnar Kárason var markahæstur Fram með 7 mörk. Tryggva Þórissyni mistókst að skora fyrir Elverum í kvöld.

FC Porto (POR) - HC Kriens (SUI) 44-31
Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði 2 mörk fyrir Porto í kvöld.

Skanderborg (DEN) - Grosist Slovan (SLO) 34-30
Kristján Örn Kristjánsson (Donni) og félagar í Skanderborg unnu 4 marka sigur og eru því búnir að vinna báða sína leiki til þessa. Donni skoraði 5 mörk í kvöld.

Benfica (POR) - FTC (HUN) 38-25
Stiven Tobar Valencia og félagar í Benfica unnu stórsigur á ungverska liðinu FTC og Stiven skoraði 3 mörk í kvöld.

HF Karlskrona (SWE) - Melsungen (GER)
Arnar Freyr og Reynir Þór og félagar sluppu með skrekkinn þegar þeir mættu HF Karlskrona í kvöld. Arnar Freyr skoraði 2 mörk en Reynir Þór, sem nýverið fékk leikheimild með Melsungen, var utan hóps.

Hannover Burgdorf (GER) - Tatran Presov (SER) 40-28
Lærisveinar Heiðmars Felixsonar unnu 12 marka sigur á serbneska liðinu Tatran Presov í Hannover í kvöld.

RK Partizan (SER) - Kadetten Schaffhausen (SUI) 29-26
Óðinn Þór Ríkharðsson og félagar í Kadetten Schaffhausen máttu þola 3 marka tap í heimsókn sinni til Serbíu í kvöld. Óðinn Þór skoraði 6 mörk.

IK Savehof (SWE) - Fredericia (DEN) 29-29
Birgir Steinn skoraði 6 mörk fyrir Savehof í kvöld og þar á meðal jöfnunarmarkið úr vítakasti þegar 7 sekúndur lifðu leiks.

MRK Sesvete (CRO) - Kristianstad (SWE) 32-32
Einar Bragi Aðalsteinsson skoraði 1 mark í kvöld og lét einu sinni reka sig út af.

Önnur úrslit:
Kiel - Ostrow Wielkopolski 34-21
BSV Bern - Montpellier 31-37
Toulouse - Vardar 26-28
Minaur Baia Mare - Granollers 24-24
Saint Raphael - Potaissa Turda 42-24
Bidasoa Irun - Flensburg 32-33
Ademar Leon - RK Nexe 28-28

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top