Óðinn Þór Ríkharðsson (JOHAN NILSSON / TT News Agency via AFP)
Landsliðsmaðurinn, Óðinn Þór Ríkharðsson leikmaður Kadetten Schaffhausen í Sviss skoraði flottasta mark 2.umferðar Evrópudeildarinnar er hann skoraði fjórða mark liðsins gegn Partizan í Serbíu í gær. Mark Óðins má sjá hér að neðan. Partizan hafði betur í leiknum 29-26. Malte Celander leikmaður Savehof og liðsfélagi Birgis Steins Jónssonar skoraði næst flottasta mark leiksins í jafntefli liðsins gegn danska liðinu Fredericia. Robert Nagy línumaður rúmenska liðsins, Minaur Baia Mare skoraði síðan þriðja flottasta mark 2.umferðarinnar af línunni í jafntefli liðsins gegn spænska liðinu Granollers en Baia Mare sló út Stjörnuna í vítakastkeppni í forkeppni Evrópudeildarinnar.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.