Breki Hrafn á eina flottustu vörslu Evrópudeildarinnar
Kristinn Steinn Traustason)

Breki Hrafn Árnason (Kristinn Steinn Traustason)

Breki Hrafn Árnason markvörður Fram á eina flottustu vörslu 2.umferðar Evrópudeildarinnar en samfélagssíða keppninnar hefur birt fimm flottustu vörslur gærkvöldsins.

Þar er tvöföld varsla Breka Hrafns gegn Elverum valin önnur flottasta varla umferðarinnar en þar varði Breki Hrafn dauðafæri frá Íslendingnum í liði Elverum, Tryggva Þórissyni sem fékk frákast á línunni eftir vörslu frá Breka.

Þessar tvær vörslur dugðu þó ekki til fyrir Fram í leiknum sem þurftu að sætta sig við sex marka tap í gær, 29-35 eftir að staðan hafi verið nöfn í hálfleik.

Vörslurnar hans Breka og aðrar flottar vörslur í 2.umferð Evrópudeildarinnar má sjá hér að neðan.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top