Leyfum okkur að vera glaðir í kvöld, á morgun og jafnvel hinn
Egill Bjarni Friðjónsson)

Sigursteinn Arndal (Egill Bjarni Friðjónsson)

Sigursteinn Arndal þjálfari FH ætlar að fagna í kvöld og jafnvel eitthvað meira sigri liðsins á heimavelli gegn Haukum í alvöru Hafnarfjarðarslag sem fram fór í kvöld.

Eftir að hafa verið 9-12 undir í hálfleik var allt annað FH lið sem mætti til leiks í seinni hálfleik. FH komst tvívegis yfir í leiknum og það var í tveimur síðustu sóknum liðsins.

FH fagnaði 27-26 sigri og er nú komið upp í 5.sæti deildarinnar með níu stig að loknum átta leikjum.

Sigursteinn Arndal mætti í viðtal við Handkastið eftir leik.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top