Gunnar Magnússon (Sævar Jónasson)
FH og Haukar mættust í Kaplakrika í Hafnarfjarðarslag 8.umferðar Olís-deildar karla. Leikurinn endaði með 27-26 sigri FH en sigurmark FH kom undir blálok leiksins. Gunnar Magnússon þjálfari Hauka segir að þetta sé lélegasta frammistaða liðsins það sem af er tímabili. ,,Það er súrt að tapa og mjög svekkjandi en frammistaðan var agalega léleg og þetta var okkar lang slakasti leikur síðan ég kom hingað." sagði Gunnar Magnússon við Handkastið að leik loknum.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.