Eðlilegt að setja spurningarmerki við það að Valur selji Viktor í Fram
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Viktor Sigurðsson (Sævar Jónasson)

Afar óvæntar fréttir bárust úr Úlfarsárdalnum seint á mánudagskvöldið þegar Fram tilkynnti að félagið hafi keypt Viktor Sigurðsson frá Val.

Rætt var um kaup Framara og á sama tíma sölu Vals á Viktori í nýjasta þætti Handkastsins þar sem Stymmi klippari og Einar Ingi Hrafnsson fóru yfir þessar óvæntu fréttir úr Reykjavíkinni á köldu mánudagskvöldi.

,,Maður hafði heyrt að Framar hafi reynt við Viktor Sig í sumar en að þetta hafi verið að gerast núna kom mér á óvart. Maður hafði ekki heyrt neitt af þessu áður en þetta var tilkynnt,” sagði Einar Ingi Hrafnsson gestur Handkastsins.

,,Ég var nú bara með þjálfara Fram í klippingu hjá mér nokkrum degi áður og hefði það drepið manninn að segja mér frá þessu. Einar átti einmitt afmæli þennan dag og hann fékk veglega afmælisgjöf og ég sá að Gústi Jó. sendi honum kveðju, þræleðlilega kveðju ef út í það er farið,” sagði Stymmi klippari og bætti við að hann væri hrikalega ánægður með að það sé að myndast einhversskonar félagaskiptamarkaður á Íslandi.

,,Við erum svona tíu árum á eftir fótboltanum. Ég man fyrir tíu árum þegar félög voru að kaupa leikmenn innanlands í fótboltanum þá voru stuðningsmenn að tjá sig um það og voru hissa að félög væru að selja sína leikmenn til samkeppnisaðila. Það má ekki horfa á þetta þannig.”

,,Ég held að þessi sala gæti eflt þá stráka sem eftir eru í Val. Dagur Árni fær mögulega meira öryggi og það sé ekki einhver leikmaður fyrir aftan hann að anda ofan í hálsmálið á honum,” sagði Stymmi.

,,Ég held að þessi kaup í gegnum tíðina hafi oftar en ekki borgað sig. Í þau skipti sem félög hafa keypt leikmenn sem stíga inn í stórt hlutverk hjá nýju liði. Síðan er auðvitað spurning hvort félögin séu í samkeppnisstöðu eins og Valur og Fram í þessu tilfelli,” bætti Einar Ingi við.

,,Það er alveg eðlilegt að menn setji spurningarmerki við það að Valur sé að selja hann í Fram, þar sem Fram er í veseni og vantar leikmann til að koma sér í betri stöðu til að keppast við Val.”

Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top