Vonast til að Hafþór Vignis geti spilað næsta leik
Egill Bjarni Friðjónsson)

Hafþór Vignisson (Egill Bjarni Friðjónsson)

Hafþór Vignisson er enn á meiðslalista nýliða Þórs í Olís-deild karla eftir að hafa tvívegis snúið sig á ökkla í jafntefli liðsins gegn Stjörnunni fyrr á tímabilinu.

Hafþór hefur misst af síðustu fjórum leikjum liðsins, gegn ÍR í Powerade-bikarnum og síðustu þremur deildarleikjum. 

Daniel Birkelund þjálfari Þórs var spurður út í stöðuna á Hafþóri eftir sigur liðsins gegn Selfossi í nýliðaslag Olís-deildarinnar í 8.umferð deildarinnar síðasta fimmtudag sem Þórsarar unnu.

Þar sagði Normaðurinn að hann vonaðist eftir því að Hafþór gæti leikið með liðinu í næsta leik en hann yrði þó ekki hissa að hann þyrfti að bíða til leiksins gegn Aftureldingu í 10.umferðinni.

Þór mætir Haukum í næstu umferð fötudaginn 7. nóvember en landsleikjapása er nú í deildinni. Birkelund sagði að það kæmi í ljós á næstu dögum hvort Hafþór myndi treysta sér að spila leikinn gegn Haukum.

Þór er með sex stig í Olís-deildinni að loknum átta leikjum en liðið er nýliði í deildinni.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top