Þurfa að bæta jafnvægið og stöðugleikann í sínum leik
Egill Bjarni Friðjónsson)

Þór (Egill Bjarni Friðjónsson)

Daniel Birkelund þjálfari Þórs sagði í viðtali við Handkastið eftir sigur liðsins á Selfossi í nýliðaslag Olís-deildarinnar í 8.umferð á fimmtudagskvöldið að stefnan væri sett á úrslitakeppnina.

Rætt var um möguleika Þórs á að fara í úrslitakeppnina í nýjasta þætti Handkastsins þar sem Einar Ingi Hrafnsson var gestur þáttarins.

,,Ég var alveg stressaður fyrir þeirra hönd fyrir leikinn gegn Selfossi. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þá í síðustu umferð gegn HK. Þá skíttapa þeir komandi úr jafnteflinu gegn FH í umferðinni á undan,” sagði Einar Ingi sem fannst stressið bera þá ofurliði í leiknum gegn HK.

,,Þeir mikluðu fyrir sér leikinn og mættu enganvegin klárir eða tilbúnir í þann leik. Það hefði getað gerst það sama gegn Selfossi. Þetta var svipaður leikur fyrir þá, þar sem þeir þurfa að vinna og þessi klassíski 4-6 stiga leikur.”

,,Það kom hinsvegar allt annað Þórslið til leiks í þeim leik þar sem liðið var með yfirhöndina nánast allan leikinn og ná síðan að sigla góðum og þægilegum sigri. Þeir þurfa að bæta jafnvægið og stöðugleikann í sínum leik til að ná því markmiði að fara í úrslitakeppnina,” sagði Einar Ingi að lokum í umræðunni um Þór.

Daniel Birkelund þjálfari Þórs sagði í viðtali við Handkastið eftir sigur liðsins á Selfossi í nýliðaslag Olís-deildarinnar í 8.umferð á fimmtudagskvöldið að stefnan væri sett á úrslitakeppnina. Rætt var um möguleika Þórs á að fara í úrslitakeppnina í nýjasta þætti Handkastsins þar sem Einar Ingi Hrafnsson var gestur þáttarins. ,,Ég var alveg stressaður fyrir þeirra hönd fyrir leikinn gegn Selfossi. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þá í síðustu umferð gegn HK. Þá skíttapa þeir komandi úr jafnteflinu gegn FH í umferðinni á undan,” sagði Einar Ingi sem fannst stressið bera þá ofurliði í leiknum gegn HK. ,,Þeir mikluðu fyrir sér leikinn og mættu enganvegin klárir eða tilbúnir í þann leik. Það hefði getað gerst það sama gegn Selfossi. Þetta var svipaður leikur fyrir þá, þar sem þeir þurfa að vinna og þessi klassíski 4-6 stiga leikur.” ,,Það kom hinsvegar allt annað Þórslið til leiks í þeim leik þar sem liðið var með yfirhöndina nánast allan leikinn og ná síðan að sigla góðum og þægilegum sigri. Þeir þurfa að bæta jafnvægið og stöðugleikann í sínum leik til að ná því markmiði að fara í úrslitakeppnina,” sagði Einar Ingi að lokum í umræðunni um Þór.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top