Norðurlöndin: Elverum kjöldrógu Sandefjord
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Tryggvi Þórisson (Kristeinn Steinn Traustason)

Tveir leikir fóru fram í norsku úrvalsdeildinni í dag en þar fóru meðal annars Elverum aftur á toppinn eftir að hafa gjörsamlega kjöldregið heimamenn í Sandefjord í dag en lokatölur leiksins urðu 15-43 eða 28 marka sigur gestanna!

Tryggvi Þórisson fékk fleiri tækifæri í sókn Elverum í dag en hann skoraði fjögur mörk úr fjórum skotum en allir útileikmenn liðsins fyrir utan einn skoruðu að minnsta kosti mark fyrir liðið í dag. Markahæstur í liðinu var Simen Søgaard en hann klikkaði ekki á skoti í dag og endaði með átta mörk úr átta skotum.

Stórkostlegur sigur hjá gestunum sem fóru því aftur á topp deildarinnar, eru einu stigi á undan meisturunum í Kolstad sem eiga tvo leiki til góða.

Hinn leikur dagsins var hjá Íslendingaliðinu Arendal en þeir tóku á móti Nærbø. Gestirnir reyndust of sterkir fyrir heimamenn í Arendal en lokatölur urðu 30-35 fyrir gestina. Dagur Gautason átti þó fínan leik fyrir heimamenn en hann skoraði sex mörk úr sex skotum og gaf eina stoðsendingu að auki.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 17
Scroll to Top