Jón Ásgeir Eyjólfsson (Sævar Jónasson)
Stjarnan tók á móti Aftureldingu síðasta föstudag í Garðabænum og unnu 31-35 sigur og komust með sigrinum aftur á topp Olís deildarinnar. Stjörnumenn gerðu nokkrar tilraunir til að komast yfir í leiknum og ná undirtökunum en það hafðist ekki. Ásgeir Gunnarsson ræddi gengi Stjörnumanna í síðasta þætti Handkastsins og fannst vera viðvörunarbjöllur í Garðabænum. ,,Ég veit ekki hvort maður eigi að segja það en þetta er solid flatt sko. Allt í kringum liðið það var enginn að lýsa í byrjun og svo var dósahljóð þegar einhver loksins mætti og þetta smitast allt heim í stofu." Ásgeir sýnir því skilning að margir séu frá í Garðabænum vegna meiðsla en liðið geti engu að síðust stillt upp góðu liði þó það vanti kannski örlítið upp á róteringuna í liðinu. Davíð Már Kristinsson tók þá til máls og veltir því upp hver sé hreinlega leiðtoginn í liðinu þegar Tandri Már Konráðsson er meiddur. ,,Það koma móment í leiknum þar sem Stjörnumenn eru seinir að skila sér í vörn og fá mark í bakið og það vantar eitthvað upp á hjá þeim." Styrmir spyr þá hvort þeir séu með leiðtoga fyrir Stjörnumenn sem þeir sjá fyrir sér að geta vaxið í það hlutverk. ,,Þeir eru að reyna að rækta Jón Ásgeir Eyjólfsson en hann er náttúrulega bara á öðru ári í þessari deild og það tekur tíma að vaxa í þetta hlutverk" sagði Davíð Már og tók Ásgeir undir þessi orð hans.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.