Gerir ráð fyrir Sveini og Einari Baldvini í næsta leik
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Sveinur Olafsson (Raggi Óla)

Afturelding er á toppi Olís-deildarinnar eftir átta umferðir með jafn mörg stig og Haukar. Það sem gerir árangur Aftureldingar í deildinni enn athyglisverðari er að liðið hefur orðið fyrir miklum skakkaföllum í upphafi tímabils.

Færeyingarnir Hallur Arason og Sveinur Olafsson hafa lítið komið við sögu á tímabilinu en ekki er gert ráð fyrir að Hallur leiki meira með liðinu á tímabilinu vegna axlarmeiðsla.

Sveinur Olafsson nefbrotnaði í upphafi tímabils og sagði Stefán Árnason þjálfari Aftureldingar í samtali við Handkastið um helgina að hann vonist til að Sveinur snúi til baka í 9.umferðinni sem fer fram í næstu viku.

Þá hefur Einar Baldvin Baldvinsson markvörður liðsins verið frá vegna hné meiðsla í síðustu umferðum en hann var þó í leikmannahópi liðsins í sigrinum gegn Stjörnunni í 8.umferðinni.

,,Við verðum að sjá til með Einar Baldvin. Hann fer að æfa þegar hnéð er í lagi. Hann er líklega að fara að detta inn á næstunni,” sagði Stefán í samtali við Handkastið.

Í ofanálag var hægri hornamaðurinn Stefán Magni Hjartarson ekki með vegna meiðsla gegn Stjörnunni og sagði Stefán að það væri óvissa með alvarleika meiðsla Stefáns Magna.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 21
Scroll to Top