Endjis Kusners ((Eyjólfur Garðarsson)
Undankeppni Evrópu fyrir heimsmeistaramótið 2027 hefst nú í vikunni en það eru sex þjóðir sem taka hefja þátttöku í fyrstu forkeppni undakeppninnar fyrir HM 2027. Heimsmeistaramótið árið 2027 fer fram í Þýskalandi 13. - 31. janúar. Einungis gestgjafarnir og ríkjandi heimsmeistarar Danmerkur eiga sæti í keppninni eins og staðan er í dag. Evrópa fær fjórtán sæti í keppninni en fjögur þeirra skýrast í gegnum Evrópumótið sem fram fer í janúar. Þar geta fjórar bestu þjóðirnar á því móti unnið sér sæti á heimsmeistaramótinu að undanskildum Þjóðverjum og Danmerkur. Undankeppnin fyrir HM 2027 er skipulögð í þremur stigum og sex lægstu þjóðirnar, Kýpur, sameiginlegt lið Bretlands, Kósóvó, Lettland, Lúxembúrg og Tyrkaland hefja keppni í fyrst umferð undankeppninnar. Um er að ræða fyrstu keppnisleiki Lettlands undir stjórn Alexanders Pettersonar sem er aðstoðarþjálfari lettneska landsliðsins. Fyrstu leikirnir fara fram 29. október og seinni leikarnir 2. nóvember. Sigurvegararnir í fyrstu umferð munu tryggja sér sæti í næstu umferð sem fer fram í mars 2026, þar sem 16 þjóðir taka þátt í næsta stigi undankeppninnar. Viðureignirnar í fyrstu umferð:
Bretland - Kósóvó
Kýpyr - Tyrkland
Lettland - Lúxembúrg

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.