Skiptar skoðanir á Evrópuleikunum – Nýrri keppni EHF
BO AMSTRUP / Ritzau Scanpix via AFP)

Nikolaj Jacobsen - Danmörk (BO AMSTRUP / Ritzau Scanpix via AFP)

Nikolaj Jacobsen, landsliðsþjálfari Dana segist enn óviss um hvað hann eigi að finnast um nýju landsliðskeppni Evrópska handknattleikssambandsins (EHF), European Handball Games eða Evrópuleikanna sem kynnt var fyrir viku síðan.

Keppnin hefur þegar vakið mikla umræðu í handboltaheiminum. Keppnin er hugsuð til þess að einfalda leið landsliða frá Evrópu inn á Ólympíuleikana. Stefnt er að því að keppnin verði haldin á fjögurra ára fresti og munu átta bestu karla- og kvennalandslið Evrópu etja þar kappi, miðað við árangur liðanna á síðasta EM.

Stefnt er að halda fyrstu leikana í september 2030. 

Í Danmörku hefur Morten Henriksen, íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins, tekið vel í hugmyndina, en landsliðsmaðurinn, SimonPytlick hefur hins vegar kallað hana „algjöra vitleysu“.

Nikolaj Jacobsen segir að hann vilji bíða með að mynda sér skoðun þar til frekari upplýsingar liggja fyrir.

,,Það er erfitt að ræða þetta núna, því við vitum ekki hvernig þetta verður. Verður þetta auka mót? Eða kemur þetta í stað einhvers? Ef það kemur í stað einhvers, þá finnst mér þetta frábær hugmynd,” sagði hann í viðtali við TV 2 Sport.

Hann bætti við að ef keppnin myndi bæta við eina viku í verkefnum landsliðsins gæti það í sjálfu sér verið jákvætt.

„Það myndi gefa mér betri vinnuaðstæður og meiri tíma með liðinu,“ sagði þjálfari danska landsliðsins.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top