Segir það áfall að fyrirliðinn sé ekki á svæðinu
MARIUS BECKER / AFP)

Magnus Saugstrup - Magdeburg (MARIUS BECKER / AFP)

Fyrirliði danska landsliðsins og leikmaður Evrópumeistara Magdeburg, Magnus Saugstrup hefur ekki komið til móts við danska landsliðið sé undirbýr sig nú fyrir þrjá leiki í Golden League æfingamótinu í vikunni sem fram fer í Þrándheimi í Noregi.

Danski línumaðurinn og kona hans, Jeanette Saugstrup eiga nefnilega von á barni hvað úr hverju og er Magnus því enn heima hjá sér ásamt Jeanette að bíða eftir nýjum fjölskyldumeðlimi.

Þetta tilkynnti Nikolaj Jacobsen þjálfari danska landsliðsins við fjölmiðla í dag.

,,Jeanette getur fætt hvenær sem er. Svo við bíðum aðeins eftir honum og sjáum hvernig þetta þróast,“ sagði Nikolaj Jacobsen við TV2 Sport. Nikolaj útilokar ekki að Magnus komi til móts við landsliðið síðar í vikunni.

,,Það er auðvitað synd því Magnus er svo mikilvægur og tekur svo mikið til sín í þessu liði. Það er áfall að hann sé ekki hér þegar þetta er síðasta vikan okkar áður en við hefjum alvöru undirbúning okkar fyrir EM. Ég hefði mjög gjarnan viljað hafa Magnus með okkur," sagði Nikolaj.

Danmörk spilar leiki í Gulldeildinni gegn Noregi, Hollandi og Færeyjum í Þrándheimi í vikunni.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top