FH-Haukar (J.L.Long)
Stórleikur 8.umferðar Olís-deildar karla fór fram í Kaplakrika í síðustu viku þegar Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar áttust við. Það var mikil spenna á loka mínútunum sem fór svo að Birgir Már Birgisson hægri hornamaður FH skoraði sigurmark leiksins rétt fyrir leikslok og kom FH í 27-26. Farið var yfir lokamínútu leiksins í Handboltahöllinni í Sjónvarpi Símans í gærkvöldi þar sem síðustu sóknir liðanna voru sýndar. Hægt er að sjá lokakaflann hér að neðan.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.