Birkir Benediktsson (Sævar Jónasson)
Aganefnd kom saman í vikunni og voru þrír leikmenn dæmdir í bann. Kristófer Ísak Bárðarson leikmaður ÍBV hlaut eins leiks bann vegna brots í leik gegn KA. Aganefnd mun þó taka brotið fyrir á framhaldsfundi til að ákvarða hvort brotið eigi skilið lengra bann en einn leik. Birkir Benediktsson leikmaður FH fékk eins leiks bann vegna rauðs spjalds sem hann hlaut í leik gegn Haukum síðastliðinn fimmtudag. Þá fékk Rakel Sigurðardóttir leikmaður HK eins leiks bann vegna brots í leik gegn FH í Grill 66 deild kvenna. Baldur Fritz Bjarnason leikmaður ÍR slapp við bann eftir útilokun sem hann fékk gegn Val. Úrskurð Aganefndar smá lesa hér.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.