Germany - Iceland (DANIEL KARMANN / dpa Picture-Alliance via AFP)
Ísland mætti Þýskalandi í æfingaleik í Nurnberg í Þýskalandi í kvöld. Um var að ræða fyrri leik þjóðanna af tveimur æfingaleikjum en þjóðirnar mætast á nýjan leik á sunnudaginn næstkomandi en þá í Munchen. Þjóðverjar höfðu mikla yfirburði í leiknum og unnu að lokum ellefu marka sigur, 42-31 eftir að hafa verið 20-14 yfir í hálfleik. Sjá einnig: Daprasta frammistaða undir stjórn Snorra Steins Hér fyrir neðan má sjá einkunnagjöf Handkastsins úr leiknum. Viktor Gísli Hallgrímsson - 2 Þessi frammistaða. Nær því að fá einn í einkunn í stað eitthvað hærra. Var eins og draugurinn Casper í markinu. 7% markvarsla. Ágúst Elí Björgvinsson - 2 Ekki sú frammistaða sem Ágúst Elí vonaðist eftir. Margir kallað eftir því að Ágúst Elí fengi tækifærið. 11% markvarsla. Orri Freyr Þorkelsson - 5 Tvö klikkuð víti - nýtti færin sín úr vinstra horninu. Elvar Örn Jónsson - 4 Fann sig hvorki vörn né sókn. Þrjár marktilraunir og engin endaði í markinu. Gísli Þorgeir Kristjánsson - 5 Alltof kaflaskiptur í þessum leik. Byrjaði illa, vann sig aðeins betur inn í leikinn í þeim seinni. Ómar Ingi Magnússon - 4 Allt í lagi frammistaða. En við viljum fara sjá meira af Ómari í landsliðstreyjunni. Þrjú mörk og eitt klikkað víti. Óðinn Þór Ríkharðsson - 6 Þrjú mörk úr fjórum skotum. Elliði Snær Viðarsson - 4 Lala frammistaða. Í engum landsliðsklassa. Fékk tækifæri til að grípa fleiri sendingar sem mistókst. Enginn faktor í varnarleiknum. Viggó Kristjánsson - 6 Haukur Þrastarson - 4 Ýmir Örn Gíslason - 3 Þorsteinn Leó Gunnarsson - (Spilaði of lítið til að fá einkunn) Einar Þorsteinn Ólafsson - (Spilaði of lítið til að fá einkunn) Arnar Freyr Arnarsson - (Spilaði of lítið til að fá einkunn) Teitur Örn Einarsson - (Spilaði of lítið til að fá einkunn) Viðmið: 9 - Frábær frammistaða 8 - Mjög góður 7 - Góður 6 - Ágætur 5 - Þokkalegur 4 - Lélegur 3 - Mjög lélegur 2 - Arfa slakur 1 - Óboðleg frammistaða
Gerði ekki mikið en það sem hann gerði var alls ekki slæmt.
Byrjaði af krafti í fyrri hálfleik en alltof margir tapaðir boltar í seinni hálfleik. Hauskúpu seinni hálfleikur.
Hvorki gott vörn né sókn.
10 - Óaðfinnanleg frammistaða

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.