Stjarnan ÍBV (Sævar Jónsson
Kristófer Ísak Bárðarson leikmaður ÍBV í Olís-deild karla hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann í endanlegum úrskurði aganefndar sem birtur var á vef HSÍ í morgun. Kristófer Ísak er dæmdur í tveggja leikja bann vegna brots hans í sigri ÍBV gegn KA síðasta laugardag. Þar með er ljóst að Kristófer Ísak tekur ekki þátt í leikjum ÍBV gegn ÍR á útivelli Olís-deildinni næstkomandi fimmtudag 6. nóvember og þegar liðið tekur á móti Íslands- og bikarmeisturum Fram í Vestmannaeyjum 14. nóvember. ÍR er á botni Olís-deildarinnar þegar liðið fær ÍBV í heimsókn í næstu umferð en allt bendir til þess að ÍBV mæti með laskað lið. Daníel Þor Ingason og Petar Jokanovic eru að glíma við meiðsli þá bendir allt til þess að Jakob Ingi Stefánsson sé með slitið krossband og þá ristarbrotnaði Elís Þór Aðalsteinsson sig á landsliðsæfingu með U20 ára landsliði Íslands á dögunum.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.