Fyllir Hákon Daði skarð Jakobs Inga?
Photo by Swen Pförtner / dpa Picture-Alliance via AFP)

Gabríel Martinez Jakob Ingi Stefánsson (Eyjólfur Garðarsson)

Slæm tíðindi bárust úr Vestmannaeyjum fyrr í dag er Jakob Ingi Stefánsson staðfesti í samtali við Handkastið að hann væri með slitið krossband. Þar með er ljóst að tímabilið hjá Jakobi sem gekk í raðir ÍBV frá Gróttu sé lokið en Jakob sleit krossband á æfingu með ÍBV í síðustu viku.

Eins og Handkastið greindi frá á laugardaginn er vinstri hornamaður Hagen í þýsku B-deildinni Hákon Daði Styrmisson á heimleið í janúar vegna persónulegrar ástæðna. Kærasta Hákons Daða ber barn undir belti og samkvæmt heimildum Handkastsins hyggjast þau flytja til Íslands um áramótin.

Það benti allt til þess að Hákon Daði væri að ganga í raðir Vals en samkvæmt heimildum Handkastsins voru Eyjamenn fljótir að heyra í Hákoni sem er uppalinn í Vestmannaeyjum með það í huga að hann gangi í raðir félagsins í janúar.

Svo virðist sem að bæði Valur og ÍBV keppist nú um það að klófesta Hákon Daða sem myndi styrkja bæði liðin töluvert með komu sinni.

ÍBV er í 4.sæti Olís-deildarinnar eftir átta umferðir og heimsækir ÍR í 9.umferðinni á fimmtudaginn.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top