Var blæðing sem við náðum ekki að stoppa
DANIEL KARMANN / dpa Picture-Alliance via AFP)

Germany - Iceland (DANIEL KARMANN / dpa Picture-Alliance via AFP)

Íslenska landsliðið mætir Þjóðverjum í seinni æfingaleik þjóðanna í Munchen í dag klukkan 16:30. Leikurinn verður sýndur í beinni á RÚV.

Þjóðverjar undir stjórn Alfreðs Gíslasonar fóru illa með strákana okkar í Nurnberg á fimmtudagskvöld og unnu ellefu marka sigur, 42-31.

Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari Íslands sagði í samtali við Handkastið að auðvitað hefði þjálfarateymi íslenska liðsins getað gert betur til að stöðva blæðinguna sem átti sér stað í leiknum.

,,Ég hefði til dæmis getað tekið eitt leikhlé í viðbót en þeir sem þekkja mig vita að ég er ekki leikhléa maður en jú, ég hefði átt að taka annað leikhlé. Ég var rólegur í mínum leikhléum og ég var rólegur í hálfleik. Þeir sem þekkja mig vita að ég get farið í báðar áttir og það eru alskonar hlutir sem ég velti fyrir mér og geri alltaf,” sagði Snorri Steinn sem vonast eftir betri frammistöðu liðsins í leiknum í dag.

Hann segir að liðið hafi farið vel yfir þá hluti sem fóru úrskeiðis á fimmtudaginn þar á meðal hraðarupphlaup Þjóðverja og mörk úr seinna tempói.

,,Það var einhver blæðing sem við náðum ekki að stoppa og við fórum yfir það og skoðuðum það.”

Hann viðurkennir að hann hafi ekki náð að gera allt sem hann ætlaði sér í leiknum á fimmtudag sem þýðir að hann vonist til að geta fengið meira útúr leiknum í dag.

,,Það er erfitt að rýna í síðustu 20 mínúturnar í leiknum á fimmtudaginn. Þar er leikurinn bara farinn. Leikurinn spilaðist klárlega ekki eins og við vildum og róteringin hefði klárlega þróast öðruvísi,” sagði Snorri Steinn sem þurfti að gera eina breytingu á leikmannahópi Íslands þar sem Haukur Þrastarson er tæpur aftan í læri.

Andri Már Rúnarsson leikmaður Erlangen var kallaður inn í hópinn í hans stað.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top