Einkunnir Íslands: Á fimmtugsaldri fer Bjöggi á EM
Frank Hoermann/SVEN SIMON / SVEN SIMON / dpa Picture-Alliance via AFP)

Ísland (Frank Hoermann/SVEN SIMON / SVEN SIMON / dpa Picture-Alliance via AFP)

Ísland mætti Þýskalandi í seinni æfingaleik þjóðanna í Munchen í dag. Um var að ræða seinni leik þjóðanna en liðin mættust einnig á fimmtudagskvöldið.

Það var allt annað íslenskt lið sem mætti til leiks í dag frá leiknum á fimmtudag en íslenska liðið var með undirtökin allan leikinn og unnu að lokum tveggja marka sigur 31-29.

Sjá einnig: Allt annað upp á teningnum í dag - Sigur á Þjóðverjum

Hér fyrir neðan má sjá einkunnagjöf Handkastsins úr leiknum.

Viktor Gísli Hallgrímsson - 6
Byrjaði óvænt á bekknum. Varði ágætlega í byrjun seinni hálfleiks.

Björgvin Páll Gústavsson - 8
Byrjaði leikinn og stimplaði sig snemma til leiks. Tryggði sér sennilega í EM hópinn með þessari frammistöðu. Sjö varðir boltar og stoðsendingar sem gáfu auðveld mörk.

Orri Freyr Þorkelsson - 7
Þrjú mörk úr fjórum skotum. Flott frammistaða.

Elvar Örn Jónsson - 7
Mætti áræðinn til leiks og skilaði þremur mörkum. Töluvert betri varnarframmistaða en í síðasta leik.

Gísli Þorgeir Kristjánsson - 8
Stýrði leik liðsins af miðjunni lengst af í leiknum. Fimm mörk, þrjú fiskuð víti og fjórar stoðsendingar.

Ómar Ingi Magnússon - 5
Eitt mark úr opnum leik en það var mikilvægt. Þurfum miklu miklu miklu meira frá fyrirliðanum. Ekkert spes varnarlega.

Óðinn Þór Ríkharðsson - 9
Átta mörk úr átta skotum. Frábær. Einstakur. Geggjaður.

Stiven Tobar Valencia - 7
Flott innkoma. 2 mörk úr 2 skotum og fiskaður ruðningur.

Viggó Kristjánsson - 3
Erfiður dagur á skrifstofunni hjá Viggó. Eitt mark úr sex skotum og það kom úr vítakasti. 

Ýmir Örn Gíslason - 6
Töluvert betri varnarlega en í síðasta leik.

Elliði Snær Viðarsson - 5
Fann sig ekki almennilega í leiknum. Virðist vera í vandræðum í sóknarleik íslenska liðsins. Vantar betra hlutverk þar.

Arnar Freyr Arnarsson - 6
Nýtti færin sín tvö vel. Gæti fengið stærra hlutverk sóknarlega.

Þorsteinn Leó Gunnarsson - 8
Flott innkoma bæði varnar og sóknarlega. Spilaði nánast allan seinni hálfleikinn og kom með þennan auka faktor inn í sóknarleik liðsins sem við höfum beðið eftir.

Einar Þorsteinn Ólafsson - (Spilaði ekkert)

Teitur Örn Einarsson - (Spilaði ekkert)

Andri Már Rúnarsson - (Spilaði ekkert)

10 - Óaðfinnanleg frammistaða

9 - Frábær frammistaða

8 - Mjög góður

7 - Góður

6 - Ágætur

5 - Þokkalegur

4 - Lélegur

3 - Mjög lélegur

2 - Arfa slakur

1 - Óboðleg frammistaða

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top