Viktor Sig má ekki spila í kvöld – Þetta er ósanngjarnt
Sævar Jónasson)

Viktor Sigurðsson (Sævar Jónasson)

9.umferðin í Olís-deild karla hefst í kvöld með fjórum leikjum en umferðin lýkur síðan annað kvöld með tveimur leikjum.

Stórleikur umferðarinnar fer framí Úlfarsárdalnum þegar Íslands- og bikarmeistarar Fram taka á móti Val sem mæta til leiks með nýja örvhenta skyttu í Arnóri Snæ Óskarssyni sem gekk í raðir félagsins frá norska stórliðinu Kolstad í síðustu viku.

Einar Jónsson þjálfari Fram var gestur Handkastsins í síðasta þætti og þar staðfesti hann að Viktor Sigurðsson væri ekki löglegur í leiknum í kvöld en Framarar keyptu hann frá Val á dögunum.

,,Það var samkomulag milli félaganna að hann myndi ekki spila þennan tiltekna leik en hann má síðan spila gegn Val eftir það. Það er bara eins og það er," sagði Einar.

Umræðan fór síðan í komu Arnórs Snæs og þeirra sögusagna að Hákon Daði Styrmisson leikmaður Hagen í þýsku B-deildinni væri mögulega á leið til Vals í janúar.

,,Þetta er ótrúlegt. Valur hefur verið í smá brasi með hægri skyttu stöðuna og síðan vinstra hornið. Eigum við að segja að þetta hafi verið tvær veikustu stöðurnar í Val? Og þá bara fá þeir Arnór Snæ Óskarsson og Hákon Daða Styrmisson til að fylla í þær stöður. Þetta er eiginlega ósanngjarnt. Þetta fer í taugarnar á mér," sagði Einar Jónsson þjálfari Fram í Handkastinu.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top