Hannes Höskuldsson (Sigurður Ástgeirsson)
Selfoss fengu HK í heimsókn til sín í kvöld í 9.umferð Olís deildar karla. HK byrjaði leikinn af miklum krafti og náði stax góðu forskoti í fyrri hálfleik. Selfyssingar náðu aðeins að klóra í bakkann um miðbik fyrri háflleiks en HK gáfu aftur í og leiddu með fjögurra marka mun í hálfleik 12-16. HK kom aftur að krafti út í síðari hálfleikinn og kom muninum strax upp í 6 mörk en líkt og í fyrri hálfleik byrjuðu Selfyssingar að minnka muninn aftur hægt og rólega. Þegar 4 mínútur voru til leiksloka voru Selfyssingar búnir að jafna leikinn í 27-27. HK geta hins vegar þakkað markverði sínum, Róberti Erni Karlssyni fyrir að fara með stigin 2 af Selfossi í kvöld því hann gjörsamlega lokaði markinu undir restina. Róbert ásamt Hauki Inga sem leiddi sóknarleik HK í kvöld tryggði HK sterkan 29-32 sigur á Selfoss í kvöld. Tryggvi Sigurberg Traustason var markahæstur hjá Selfoss í kvöld með 8 mörk og hjá HK var Haukur Ingi Hauksson markahæstur með 11 mörk. Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.