Björgvin Páll Gústavsson (Baldur Þorgilsson)
Björgvin Páll Gústavsson átti frábæran fyrri hálfleik í sigri Íslands gegn Þýskalandi í seinni æfingaleik þjóðanna í Munchen á sunnudaginn. Ísland vann leikinn með tveimur mörkum 31-29 en Björgvin Páll stóð í marki Íslands í fyrri hálfleik og Viktor Gísli Hallgrímsson í seinni hálfleik. Sérfræðingar Handboltahallarinnar sem sýnd er öll mánudagskvöld í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans ræddu frammistöðu Björgvins Páls í leiknum gegn Þýskalandi á sunnudaginn. Umræðuna má sjá hér að neðan.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.