Guðmundur Rúnar Guðmundsson - Fjölnir (Eyjólfur Garðarsson)
Dregið var í 8-liða úrslit Powerade-bikars karla og kvenna í Mínígarðinum í dag. Einn Olís-deildarslagur verður í kvennaflokki þar sem Fram og ÍR mætast og þrír Olís-deildarslagir verða í karlaflokki. Stórleikur 8-liða úrslitanna í karlaflokki er sennilega leikur Aftureldingar og FH sem fer fram í Mosfellsbænum. Grill66-deildarlið Fjölnis fær botnlið ÍR í heimsókn í Grafarvoginn. Hér að neðan má sjá viðureignirnar í 8-liða úrslitum karla og kvenna. 8-liða úrslit karla: Leikið verður dagana 19. - 20.desember í 8-liða úrslitum karla. 8-liða úrslit kvenna: Leikið verður dagana 3. - 4. febrúar í 8-liða úrslitum kvenna.
Afturelding - FH
KA - Fram
HK - Haukar
Fjölnir - ÍR
FH - Valur
Grótta - KA/Þór
Víkingur - Haukar
Fram - ÍR

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.