Andri Snær Andersen - Haukur Leó Magnússon - HBH (Eyjólfur Garðarsson)
HBH fengu Fram 2 í heimsókn í dag á Eyjuna fögru í Grill 66 deild karla. Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.
Úr varð hörkuleikur og leikur tveggja hálfleika eins og sagt er. Í fyrri hálfleik voru Fram 2 einfaldlega sterkari aðilinn og leiddu þeir allan tímann í fyrri hálfleik. Þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 11-14 fyrir Framara.
Í seinni hálfleik jöfnuðu heimamenn fljótlega en náðu ekki að ná yfirhöndinni fyrr en rúmt korter var eftir af leiknum. Síðustu 10 mínútur voru þeir svo algjörlega í bílstjórasætinu og uppskáru að lokum 6 marka sigur 33-27. Frábær endurkoma hjá heimamönnum og sigurinn sanngjarn miðað við frábæran lokakafla hjá liðinu.
Hjá HBH var Ívar Bessi Viðarsson með 9 mörk og markvarslan skilaði þeim 12 boltum.
Hjá gestunum í Fram 2 var Agnar Daði Einarsson markahæstur með 5 mörk og markvarslan skilaði þeim aðeins 4 boltum.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.