Eins og þær hafi fengið einn löðrung
Sævar Jónasson)

Anna Lára Davíðsdóttir (Sævar Jónasson)

Stjarnan fékk sitt fyrsta stig í Olís-deild kvenna í síðustu umferð er liðið gerði 22-22 jafntefli gegn nýliðum KA/Þórs í 7.umferð deildarinnar.

Stjarnan var 20-13 yfir í leiknum en KA/Þór reyndust sterkari aðilinn síðustu 10 mínútur leiksins og jafntefli niðurstaðan.

Þetta var fyrsti leikur Stjörnunnar eftir þjálfaraskiptin en Patreki Jóhannessyni var vikið úr starfi eftir brösuga byrjun á tímabilinu. Hanna Guðrún Stefánsdóttir stýrði liði Stjörnunnar í leiknum en hún hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins frá því á síðustu leiktíð.

Rætt var um leik Stjörnunnar og KA/Þórs í Handboltahöllinni í Sjónvarpi Símans þar sem Stjörnustelpum var hrósað fyrir góðan leik og þá sérstaklega varnarleik. 

Þá átti Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir stórleik í markinu en hún var valin Sage by Sga Sif leikmaður umferðarinnar hér hjá Handkastinu.

Umræðuna um leik Stjörnunnar og KA/Þórs má sjá hér að neðan.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top