Ómar Ingi virtist ekki vera í sambandi
DANIEL KARMANN / dpa Picture-Alliance via AFP)

Germany - Iceland (DANIEL KARMANN / dpa Picture-Alliance via AFP)

Þeir Juri Knorr og Andreas Wolff leikmenn þýska landsliðsins voru stórkostlegir í sigri Þjóðverja á Íslandi í fyrri æfingaleik þjóðanna í síðustu viku sem Þýskaland vann með ellefu mörkum.

Í Handboltahöllinni var farið yfir frammistöðu Juri Knorr í sóknarleik Þýskalands og markvörslu Andreas Wolff í markinu. Einar Ingi saknaði þess að sjá ekki neinn leikmann Íslands láta finna fyrir sér og sjá Juri Knorr liggja í gólfinu. Hann var ekki ánægður með varnarleik Íslands í leiknum og Vignir Stefánsson tók undir þau orð hans og benti á fyrirliðann, Ómar Inga Magnússon.

,,Mér finnst líka í síðustu tveimur mörkunum í klippunum, þá er Ómar Ingi bara ekki í sambandi. Knorr hleypur bakvið hann, Ómar nær aldrei að snerta hann. Það er engin hjálp í því gagnvart markvörðunum sem er síðan kannski önnur umræða,” sagði Vignir Stefánsson.

Umræðuna í Handboltahöllinni má sjá hér að neðan.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top