Tveir Grikkir mættir suður með sjó – Taka slaginn með Víði í Garði

34d85542-5bb0-49e2-81fe-d4cba3dd187f (

Mikill uppgangur hefur verið hjá Víðismönnum í Garði í handboltanum síðustu ár en þeir leika í 2. deild karla og hafa gert það síðustu ár.

Nú eru þeir nýlega búnir að semja við 2 gríska leikmenn.

Fyrir rúmum 2 vikum sömdu þeir við Georgios Mourmouris og fyrir örfáum dögum sömdu þeir við Georgios Kolovos.

Í tilkynningu frá Víði kemur ekki fram hvar þeir spila en gera má ráð fyrir að þeir séu báðir útileikmenn. Verður áhugavert að sjá hvernig þessir leikmenn koma út í 2. deildinni.

Það er ljóst að það er mikið líf í tuskunum á Suðurnesjunum og greinilegt að forsvarsmenn Víðis setja stefnuna á að sigra 2. deild og komast upp í Grill 66 deildina á næsta tímabili. Víðir hefur unnið einn leik af fyrstu þremur leikjum sínum til þessa í 2.deildinni.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top